Andri Rúnar Bjarnason gekk nýverið í raðir þýska félagsins Kaiserslautern og hann var ekki lengi að stimpla sig inn hjá þessu fornfræga liði.
Andri Rúnar skoraði eitt mark í 4-1 sigri Kaiserslautern á FSV Frankfurt þegar liðin áttust við í æfingaleik í gær.
Mark Andra Rúnars kom í upphafi síðari hálfleiks eftir að hann hafði komið inná sem varamaður í leikhléi.
Andri Rúnar skaust fram á sjónarsviðið með Grindavík sumarið 2017 þegar hann jafnaði markamet í efstu deild. Í kjölfarið fór hann til Helsingborg í Svíþjóð og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeild með því að vera markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar.
Kaiserslautern spilar í þýsku C-deildinni en á sér glæsta sögu og státar meðal annars af fjórum Þýskalandsmeistaratitlum. Liðið vann efstu deild Þýskalands síðast árið 1998.
Andri Rúnar fljótur að stimpla sig inn í Þýskalandi

Tengdar fréttir

Andri Rúnar til Kaiserslautern
Bolvíkingurinn leikur með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni á næsta tímabili.

Andri Rúnar á förum til fornfrægs félags
Bolvíkingurinn er á leið til Þýskalands.