Erlent

Borgarstjóri Mílanó kallar eftir afsökunarbeiðni Bandaríkjanna

Andri Eysteinsson skrifar
Giuseppe Sala er borgarstjóri Mílan.
Giuseppe Sala er borgarstjóri Mílan. Getty/NurPhoto
Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Mílan kallaði eftir því að Bandaríkjastjórn biðjist afsökunar á loftárás á borgina í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði 184 grunnskólabörn lífið. Alls létust 614 almennir borgarar í árásinni. AP greinir frá.

Borgstjóri Mílan, Giuseppe Sala, kallaði eftir afsökunarbeiðninni við minningarathöfn í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Gorla eins og árásin hefur verið kölluð á Ítalíu. Gorla er hverfi borgarinnar sem varð fyrir loftárásum Bandaríska hersins.

„Ég tel það nauðsynlegt að Bandaríkjastjórn biðjist afsökunar, vitandi að við erum tilbúin til að fyrirgefa,“ sagði Sala.

Áætlað hafði verið að varpa sprengjum á iðnaðarsvæði en sprengjuvélar Bandaríkjanna villtust af leið og slepptu þess í stað sprengjum á þéttbýlt svæði. Ein sprengnanna hafnaði á grunnskólanum í Gorla þar sem 184 börn létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×