Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 13:14 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“ Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent