Kakkalakkar og húsflugur gætu hagnast á gríðarlegri hnignun skordýra Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:09 Skordýr eins og saurbjöllur veita vistkerfum mikilvæga þjónustu eins og að nýta úrgang. Fjöldi álagsþátta ógnar nú skordýrategundum á jörðinni, þar á meðal búsvæðatap, iðnaðarlandbúnaður, eiturefnanotkun og loftslagsbreytingar. Vísir/Getty Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28