Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Erna Ýr Öldudóttir fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata og blaðamaður. Vísir/Stöð2 „Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, um svívirðingar sem hann jós yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags. „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna Ýr og fullyrðir að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og sagst vilja berja hana, þar sem hún stóð á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr. Erna segir að í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, finnist henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning. Fréttablaðið ræddi við annan mannanna sem urðu vitni að atvikinu og er kunnugur Snæbirni. Hann staðfestir að Snæbjörn hafi lýst fyrirlitningu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en segir hann ekki hafa hótað henni ofbeldi. „Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn.Uppfært: Snæbjörn hefur sagt af sér þingmennsku. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
„Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, um svívirðingar sem hann jós yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags. „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna Ýr og fullyrðir að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og sagst vilja berja hana, þar sem hún stóð á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr. Erna segir að í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, finnist henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning. Fréttablaðið ræddi við annan mannanna sem urðu vitni að atvikinu og er kunnugur Snæbirni. Hann staðfestir að Snæbjörn hafi lýst fyrirlitningu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en segir hann ekki hafa hótað henni ofbeldi. „Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn.Uppfært: Snæbjörn hefur sagt af sér þingmennsku.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira