Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa ítrekað andstöðu sína við breytt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdal sem meirihluti borgarráðs samþykkti í síðustu viku.
„Eins og fram er komið felur breytta deiliskipulagið í sér leyfi fyrir uppbyggingu á um 43 þúsund fermetra lóð þar sem meðal annars stendur til að byggja 4.500 fermetra gróðurhús með tilheyrandi bílastæði norðan við Stekkjarbakka, ofaní Elliðaárdalinn á lítið raskað svæði. Slík bygging mun meðal annars hafa í för með sér umhverfismengun vegna nálægðar við uppeldisstöðvar laxaseiða í Elliðaárdalnum, auk ljósmengunar,“ segir í yfirlýsingu frá Hollvinasamtökum Elliðaárdals. Málsmeðferð borgaryfirvalda gefi tilefni til þess að kæra málið til Skipulagsstofnunar.
Kæra skipulag í Elliðaárdal
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
