Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 19:30 Stjórn Reykjalundar vinnur nú að því að lægja öldurnar. vísir/vilhelm Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27