Viðskipti erlent

Fiat Chrysler og Peugeot sameinast

Atli Ísleifsson skrifar
Sameinað fyrirtæki verður fjórði stærsti bílaframleiðandi í heiminum.
Sameinað fyrirtæki verður fjórði stærsti bílaframleiðandi í heiminum. Getty
Bílarisarnir Fiat Chrysler og Peugeot hafa ákveðið að sameina krafta sína en sameinað fyrirtæki verður fjórði stærsti bílaframleiðandi í heiminum.

Frá þessu var greint í morgun en samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu vikur.

Stjórnarformaður nýja fyrirtækisins kemur frá ítalsk-bandaríska fyrirtækinu Fiat Chrysler en forstjórinn verður núverandi forstjóri hinni frönsku Peugeot samsteypu.

Sameiningin er sögð til marks um minnkandi eftirspurn eftir bílum í heiminum og aukna áherslu á að hanna umhverfisvænni og tæknivæddari bifreiðar.

Fjármálaráðherra Frakka fagnar sameiningunni en segir að frönsk stjórnvöld muni leggja mikla áherslu á að hún muni ekki valda þess að störfum í franska bílaiðnaðinum fækki.

Fiat Chrysler, sem framleiðir Jeep, Alfa Romeo og Maserati, hefur leitast eftir að sameinast öðrum framleiðanda um árabil. Þannig höfðu þreifingar staðið yfir milli Fiat Chrysler og General Motor og Renault.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×