Litríkt og rómantískt Elín Albertsdóttir skrifar 3. október 2019 10:00 Þessi kjóll er í fallegum litum. Mynstrið er sótt til hönnunar Valentino frá fyrstu árum hans í Rómaborg. Hún var skrautleg og falleg sýning Valentino í París fyrir nokkrum dögum. Þar var sýnd sumartískan 2020. Henni er lýst sem ljóðrænni, litríkri og kvenlegri. Pierpaolo Piccioli, sérlegur listrænn ráðgjafi hjá Valentino, á heiðurinn af sýningunni. Í loftinu ómaði söngur Audrey Hepburn, Moon River, úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s. Í texta lagsins kemur orðið „heartbreaker“ fyrir sem þykir lýsa hönnuðinum Piccioli sem hefur sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann hefur meðal annars unnið gegn útlendingahatri á Ítalíu með því að velja afrískar fyrirsætur. Þótt hvítur litur hafi verið áberandi á sýningunni voru einnig fallegir litir í boði. Litir sem lífga upp á fallega sumardaga. Piccioli þykir hafa næmt auga fyrir rómantískum stíl og leggur mikla áherslu á smáatriði sem færa líf í hönnunina. Valentino setti upp sína fyrstu verslun í Róm árið 1960. Piccioli hefur sagt að Róm sé mun umburðarlyndari borg en Mílanó. „Í Róm er fólk víðsýnt og enginn að dæma annan,“ segir hann. „Starf mitt sem hönnuður á að endurspegla þá veröld sem við búum í. Mér finnst ég vera á réttum stað hjá Valentino. Ég er ítalskur, Rómverji, og saga Valentino er hluti af menningu minni og sögu,“ segir Piccioli. Hann er rúmlega fimmtugur og hefur unnið lengi fyrir Valentino sem er kominn hátt á áttræðisaldur.Græni liturinn var sterkur í sumarlínu Valentino sem sýnd var í París. Hann var í ýmsum fallegum útfærslum.Ekta sumarkjóll í fallegum sumarlit frá Valentino.Æðisleg kápa sem verður flott næsta sumar.Þessi dragsíði kjóll ætti að henta við mörg tilefni á komandi sumri. Væri flottur í brúðkaupsveislu.Hér er einnig horft til fortíðar í mynstri en liturinn er sérstakur. Blár, grænn, lillablár, bleikur og rauður. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hún var skrautleg og falleg sýning Valentino í París fyrir nokkrum dögum. Þar var sýnd sumartískan 2020. Henni er lýst sem ljóðrænni, litríkri og kvenlegri. Pierpaolo Piccioli, sérlegur listrænn ráðgjafi hjá Valentino, á heiðurinn af sýningunni. Í loftinu ómaði söngur Audrey Hepburn, Moon River, úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s. Í texta lagsins kemur orðið „heartbreaker“ fyrir sem þykir lýsa hönnuðinum Piccioli sem hefur sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann hefur meðal annars unnið gegn útlendingahatri á Ítalíu með því að velja afrískar fyrirsætur. Þótt hvítur litur hafi verið áberandi á sýningunni voru einnig fallegir litir í boði. Litir sem lífga upp á fallega sumardaga. Piccioli þykir hafa næmt auga fyrir rómantískum stíl og leggur mikla áherslu á smáatriði sem færa líf í hönnunina. Valentino setti upp sína fyrstu verslun í Róm árið 1960. Piccioli hefur sagt að Róm sé mun umburðarlyndari borg en Mílanó. „Í Róm er fólk víðsýnt og enginn að dæma annan,“ segir hann. „Starf mitt sem hönnuður á að endurspegla þá veröld sem við búum í. Mér finnst ég vera á réttum stað hjá Valentino. Ég er ítalskur, Rómverji, og saga Valentino er hluti af menningu minni og sögu,“ segir Piccioli. Hann er rúmlega fimmtugur og hefur unnið lengi fyrir Valentino sem er kominn hátt á áttræðisaldur.Græni liturinn var sterkur í sumarlínu Valentino sem sýnd var í París. Hann var í ýmsum fallegum útfærslum.Ekta sumarkjóll í fallegum sumarlit frá Valentino.Æðisleg kápa sem verður flott næsta sumar.Þessi dragsíði kjóll ætti að henta við mörg tilefni á komandi sumri. Væri flottur í brúðkaupsveislu.Hér er einnig horft til fortíðar í mynstri en liturinn er sérstakur. Blár, grænn, lillablár, bleikur og rauður.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira