Fótbolti

Aron Elís til Óðinsvéa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís lék með Aalesund í fimm ár.
Aron Elís lék með Aalesund í fimm ár. vísir/getty

Aron Elís Þrándarson er genginn í raðir OB frá Aalesund. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið.



Aron Elís, sem er 25 ára, lék með Aalesund í fimm ár. Á síðasta tímabili skoraði hann sex mörk og gaf sjö stoðsendingar í norsku B-deildinni.

OB er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir 20 umferðir. Keppni í dönsku deildinni hefst á ný um miðjan febrúar.

Aron Elís sló í gegn með Víkingi R. 2014. Hann var þá valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar og í kjölfarið fór hann til Aalesund.

Aron Elís hefur leikið fjóra A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×