Viðskipti erlent

Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum

Kjartan Kjartansson skrifar
Grímuklæddur maður sem talið er að sé Ghosn (2.f.v.) á leið út úr fangelsinu í dag.
Grímuklæddur maður sem talið er að sé Ghosn (2.f.v.) á leið út úr fangelsinu í dag. Vísir/EPA

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, var látinn laus gegn tryggingu í dag. Hann hefur setið í fangelsi í rúma þrjá mánuði, sakaður um að fjármálamisferli og trúnaðarbrest hjá fyrirtækinu.



Dómstóll í Tókýó féllst óvænt á að Ghosn skyldi leyft að greiða tryggingu og ganga frjáls. Þurfti hann að reiða fram einn milljarð jena, rúman milljarð íslenskra króna. Ströng skilyrði voru sett fyrir lausninni, þar á meðal að fylgst verði með Ghosn með eftirlitsmyndavélum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.



Nissan heldur því fram að Ghosn hafi kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×