Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 22:30 Valskonan Helena Sverrisdóttir umkringd varnarmönnum KR, þeim Hildi Björgu Kjartansdóttur og Sóllilju Bjarnadóttur. Vísir/Daníel Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. Bæði lið fóru frekar illa af stað, voru að tapa boltum og hitta illa, enda skoruðu þau aðeins örfáar körfur fyrstu fimm mínúturnar. Þá virtist eitthvað gerast og leikurinn fór af stað! Dani Rodriguez setti nokkrar rosalegar þriggja stiga körfur, Kiana Johnson fór að láta til sín taka hjá Val og áður en varði var staðan orðin 21-21 og fyrsti leikhlutinn búinn! KR-ingar fóru að hitta mjög vel í öðrum leikhlutanum og Hildur Björg setti meðal annars þrjá þrista í röð! Valsarar ætluðu sér þó ekki að missa andstæðinganna of langt frá sér og settu nokkra góða þrista á móti. Varnarfráköstin fóru að telja í leikhlutanum enda tóku KR-ingar 10 varnarfráköst gegn aðeins 8 fráköstum á heildina hjá Val. Stærðin og baráttan skipti þar miklu máli og þær höfðu sex stiga forystu í hálfleik. Áfram héldu KR-ingar í seinni hálfleik en Valskonur voru hvergi bangnar og héldu í við þær körfu fyrir körfu. Það var ekki fyrr en að fimm mínútur voru eftir af leiknum að það fór aðeins að draga af KR-stelpunum. Valur vann muninn hægt og rólega niður á seinustu fimm mínútum fjórða leikhlutans og Hallveig Jónsdóttir, oft nefnd Haddý, skipti þar miklu máli, enda setti hún tvo risa þristi undir lokin til að halda liðinu hennar alltaf alveg upp við KR-inga. Valur gat samt aldrei tekið forystuna, aðeins jafnað. Það dugði þó til að ná leiknum í framlengingu. Í framlengingunni byrjaði Valur á að taka forystuna og leiddu mest með fimm stigum. Hildur Björg, Dani og Sanja stigu hins vegar upp fyrir KR og Vesturbæjarliðið vann að lokum 104-99.Af hverju vann KR?KR hittu vel úr skotunum í kvöld og voru illviðráðanlegar inni í teig, bæði varnarlega, sóknarlega og í fráköstum. Þegar mikið lá við stigu þrír stærstu póstar KR upp, þær Dani, Hildur Björg og Sanja. Sanja setti mögulega mikilvægustu körfu leiksins þegar allt var undir. KR hafði tveggja stiga forystu og rúmar tíu sekúndur eftir. Sanja tekur sig þá til og setur rýtings-þrist til að gera út um leikinn. Fimm stiga munur og 8.9 sekúndur eftir. Þetta reyndist vera seinasta karfa leiksins og þrælmögnuð sem slík!Bestu leikmenn vallarinsHildur Björg Kjartansdóttir var ótrúleg í kvöld með 37 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og þrjú varin skot. Hún gat varla klikkað á skoti og setti 72% allra skottilrauna sinna. Framlag hennar í leiknum var upp á 45 framlagspunkta, sem er það mesta sem nokkur leikmaður hefur náð í bikarkeppninni hingað til í ár, karla- eða kvennamegin. Vægast sagt frábær frammistaða! Dani Rodriguez var sömuleiðis mjög góð og skoraði 31 stig, tók 4 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hún setti sex þrista í leiknum í 10 tilraunum, 60% nýting fyrir utan þriggja stiga línuna. Sanja Orazovic var ágæt með 24 stig, þ.a. sex þrista. Kiana Johnson og Hallveig Jónsdóttir voru mjög góðar fyrir Val í kvöld þó að það hafi ekki dugað til. Kiana skoraði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og stal 5 boltum. Haddý skoraði 29 stig og hitti úr sjö þristum í leiknum. Helena Sverrisdóttir var fín í leiknum en átti í villuvandræðum mest allan leikinn. Hún skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Helena tók 12 vítaskot í leiknum og setti þau öll.Tölfræði sem vakti athygliKR átti frákastabaráttuna í leiknum sem sást á því að þær tóku 47 fráköst gegn 38 hjá Valsstúlkum. Mikilvægara var samt að þær nýttu sóknarfráköstin sín til að skora 17 stig meðan Valsarar gátu aðeins skorað þrjú stig úr sóknarfráköstum sínum. Þriggja stiga nýting beggja liða var rosaleg (41.2% hjá Val og 48.8% hjá KR) en KR hitti einfaldlega úr fleiri slíkum (20 þristar gegn 14 hjá Val).Hvað gekk illa? Valur átti í erfiðleikum með að skora á köflum og létu KR-ingar ýta sér út úr stöðum undir körfunni. Í leik sem var jafn naumur og þessi hittu Valsarar bara aðeins verr úr skotunum sínum í kvöld.Hvað næst?Þá geta Valsstúlkur farið að einbeita sér að því undirbúa sig fyrir seinustu umferð Dominosdeildar kvenna. KR þarf núna að ná góðri endurheimt og stilla sig af fyrir bikarúrslitaleikinn sem er eftir minna en tvo daga! Rosalega stuttur tími en þær kjósa þetta eflaust fremur en að vera komnar í stutt bikarhelgarfrí. Þær mæta liðinu sem vinnur í hinni undanúrslitaviðureigninni, Skallagrím eða Haukum, á laugardaginn kl.16:30.Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma.„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!Guðbjörg: Mjög sárt að missa af þessu.Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði Vals, var skiljanlega ekki glöð með niðurstöðu kvöldsins en gat alveg gengist við því hve spennandi hann var. „Frábær leikur til að fá í undanúrslitum bikarsins, en bara ekki nógu góður fyrir okkur.“ Valur var allan tímann inni í leiknum en á lokamínútunni náði KR fimm stiga forystu og gerði út þannig út um leikinn. „Hörkuleikur og KR var betra í dag,“ sagði Gugga um andstæðingana, sem voru vissulega frábærir í kvöld. Í framlengingunni datt Guðbjörg illa í frákastabaráttu undir körfunni og þurfti að yfirgefa völlinn. Í bikarúrslitaleik fyrir sjö árum síðan sleit Guðbjörg einmitt hásin og því voru margir áhyggjufullir meðan hún haltraði út af. Hún gaf þó lítið fyrir það. „Lenti bara illa á hnénu, en í svona leik er maður ekki meiddur lengi.“ Guðbjörg fannst engin sérstakur vendipunktur í leiknum og sagði að Valsstúlkur hafi eiginlega alltaf verið á eftir KR í leiknum. „Þær voru eiginlega yfir allan tímann, við vorum alltaf fyrir aftan þær,“ sagði hún um eltingaleikinn. „Þær voru að hitta mjög vel úr skotunum sínum í dag. Fannst við spila oft fína vörn í tuttugu sekúndur og svo kom ein sending og galopið þriggja stiga skot og þær settu það.“ KR spilaði mjög vel í dag og gaf nærri því ekkert eftir. „Erfitt að ráða við þær,“ sagði Guðbjörg um hvernig hefði verið að spila svona harðan leik gegn svona sterku liði. Þá eru bikarmeistarar síðasta árs dottnir út og Guggu er alls ekki sama, enda segist hún muna vel eftir tilfinningunni að vinna á seinasta ári. „Mjög sárt að missa af þessu.“ Hún heldur þó að sínir liðsfélagar nýti gremjuna eftir tapið til að mæta dýrvitlausar í deildarkeppnina á ný eftir tæpa viku. „Nú verðum við bara reiðari og tilbúnari í næstu leikjum í deildinni.“ Dominos-deild kvenna
Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. Bæði lið fóru frekar illa af stað, voru að tapa boltum og hitta illa, enda skoruðu þau aðeins örfáar körfur fyrstu fimm mínúturnar. Þá virtist eitthvað gerast og leikurinn fór af stað! Dani Rodriguez setti nokkrar rosalegar þriggja stiga körfur, Kiana Johnson fór að láta til sín taka hjá Val og áður en varði var staðan orðin 21-21 og fyrsti leikhlutinn búinn! KR-ingar fóru að hitta mjög vel í öðrum leikhlutanum og Hildur Björg setti meðal annars þrjá þrista í röð! Valsarar ætluðu sér þó ekki að missa andstæðinganna of langt frá sér og settu nokkra góða þrista á móti. Varnarfráköstin fóru að telja í leikhlutanum enda tóku KR-ingar 10 varnarfráköst gegn aðeins 8 fráköstum á heildina hjá Val. Stærðin og baráttan skipti þar miklu máli og þær höfðu sex stiga forystu í hálfleik. Áfram héldu KR-ingar í seinni hálfleik en Valskonur voru hvergi bangnar og héldu í við þær körfu fyrir körfu. Það var ekki fyrr en að fimm mínútur voru eftir af leiknum að það fór aðeins að draga af KR-stelpunum. Valur vann muninn hægt og rólega niður á seinustu fimm mínútum fjórða leikhlutans og Hallveig Jónsdóttir, oft nefnd Haddý, skipti þar miklu máli, enda setti hún tvo risa þristi undir lokin til að halda liðinu hennar alltaf alveg upp við KR-inga. Valur gat samt aldrei tekið forystuna, aðeins jafnað. Það dugði þó til að ná leiknum í framlengingu. Í framlengingunni byrjaði Valur á að taka forystuna og leiddu mest með fimm stigum. Hildur Björg, Dani og Sanja stigu hins vegar upp fyrir KR og Vesturbæjarliðið vann að lokum 104-99.Af hverju vann KR?KR hittu vel úr skotunum í kvöld og voru illviðráðanlegar inni í teig, bæði varnarlega, sóknarlega og í fráköstum. Þegar mikið lá við stigu þrír stærstu póstar KR upp, þær Dani, Hildur Björg og Sanja. Sanja setti mögulega mikilvægustu körfu leiksins þegar allt var undir. KR hafði tveggja stiga forystu og rúmar tíu sekúndur eftir. Sanja tekur sig þá til og setur rýtings-þrist til að gera út um leikinn. Fimm stiga munur og 8.9 sekúndur eftir. Þetta reyndist vera seinasta karfa leiksins og þrælmögnuð sem slík!Bestu leikmenn vallarinsHildur Björg Kjartansdóttir var ótrúleg í kvöld með 37 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og þrjú varin skot. Hún gat varla klikkað á skoti og setti 72% allra skottilrauna sinna. Framlag hennar í leiknum var upp á 45 framlagspunkta, sem er það mesta sem nokkur leikmaður hefur náð í bikarkeppninni hingað til í ár, karla- eða kvennamegin. Vægast sagt frábær frammistaða! Dani Rodriguez var sömuleiðis mjög góð og skoraði 31 stig, tók 4 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hún setti sex þrista í leiknum í 10 tilraunum, 60% nýting fyrir utan þriggja stiga línuna. Sanja Orazovic var ágæt með 24 stig, þ.a. sex þrista. Kiana Johnson og Hallveig Jónsdóttir voru mjög góðar fyrir Val í kvöld þó að það hafi ekki dugað til. Kiana skoraði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og stal 5 boltum. Haddý skoraði 29 stig og hitti úr sjö þristum í leiknum. Helena Sverrisdóttir var fín í leiknum en átti í villuvandræðum mest allan leikinn. Hún skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Helena tók 12 vítaskot í leiknum og setti þau öll.Tölfræði sem vakti athygliKR átti frákastabaráttuna í leiknum sem sást á því að þær tóku 47 fráköst gegn 38 hjá Valsstúlkum. Mikilvægara var samt að þær nýttu sóknarfráköstin sín til að skora 17 stig meðan Valsarar gátu aðeins skorað þrjú stig úr sóknarfráköstum sínum. Þriggja stiga nýting beggja liða var rosaleg (41.2% hjá Val og 48.8% hjá KR) en KR hitti einfaldlega úr fleiri slíkum (20 þristar gegn 14 hjá Val).Hvað gekk illa? Valur átti í erfiðleikum með að skora á köflum og létu KR-ingar ýta sér út úr stöðum undir körfunni. Í leik sem var jafn naumur og þessi hittu Valsarar bara aðeins verr úr skotunum sínum í kvöld.Hvað næst?Þá geta Valsstúlkur farið að einbeita sér að því undirbúa sig fyrir seinustu umferð Dominosdeildar kvenna. KR þarf núna að ná góðri endurheimt og stilla sig af fyrir bikarúrslitaleikinn sem er eftir minna en tvo daga! Rosalega stuttur tími en þær kjósa þetta eflaust fremur en að vera komnar í stutt bikarhelgarfrí. Þær mæta liðinu sem vinnur í hinni undanúrslitaviðureigninni, Skallagrím eða Haukum, á laugardaginn kl.16:30.Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma.„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!Guðbjörg: Mjög sárt að missa af þessu.Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði Vals, var skiljanlega ekki glöð með niðurstöðu kvöldsins en gat alveg gengist við því hve spennandi hann var. „Frábær leikur til að fá í undanúrslitum bikarsins, en bara ekki nógu góður fyrir okkur.“ Valur var allan tímann inni í leiknum en á lokamínútunni náði KR fimm stiga forystu og gerði út þannig út um leikinn. „Hörkuleikur og KR var betra í dag,“ sagði Gugga um andstæðingana, sem voru vissulega frábærir í kvöld. Í framlengingunni datt Guðbjörg illa í frákastabaráttu undir körfunni og þurfti að yfirgefa völlinn. Í bikarúrslitaleik fyrir sjö árum síðan sleit Guðbjörg einmitt hásin og því voru margir áhyggjufullir meðan hún haltraði út af. Hún gaf þó lítið fyrir það. „Lenti bara illa á hnénu, en í svona leik er maður ekki meiddur lengi.“ Guðbjörg fannst engin sérstakur vendipunktur í leiknum og sagði að Valsstúlkur hafi eiginlega alltaf verið á eftir KR í leiknum. „Þær voru eiginlega yfir allan tímann, við vorum alltaf fyrir aftan þær,“ sagði hún um eltingaleikinn. „Þær voru að hitta mjög vel úr skotunum sínum í dag. Fannst við spila oft fína vörn í tuttugu sekúndur og svo kom ein sending og galopið þriggja stiga skot og þær settu það.“ KR spilaði mjög vel í dag og gaf nærri því ekkert eftir. „Erfitt að ráða við þær,“ sagði Guðbjörg um hvernig hefði verið að spila svona harðan leik gegn svona sterku liði. Þá eru bikarmeistarar síðasta árs dottnir út og Guggu er alls ekki sama, enda segist hún muna vel eftir tilfinningunni að vinna á seinasta ári. „Mjög sárt að missa af þessu.“ Hún heldur þó að sínir liðsfélagar nýti gremjuna eftir tapið til að mæta dýrvitlausar í deildarkeppnina á ný eftir tæpa viku. „Nú verðum við bara reiðari og tilbúnari í næstu leikjum í deildinni.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum