Fótbolti

Mikael tókst ekki að skora en það kom ekki að sök

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael í leiknum í kvöld.
Mikael í leiknum í kvöld. vísir/getty

Mikael Anderson komst ekki á blað er FC Midtjylland vann 2-0 sigur á nýliðum Lyngby í fyrsta leik liðsins eftir jólafrí.

Mikael var á sínum stað í byrjunarliðinu hjá Midtjylland og hann fékk tvö góð færi í byrjun leiks til að komast yfir en náði ekki að skora.







Anders Dreyer sem kom til Mikaels og félaga í janúar skoraði fyrsta markið á 30. mínútu en hann kom frá Brighton.

Staðan var 1-0 í hálfleik og á 72. mínútu skoraði Awer Mabil annað mark leiksins er boltinn féll fyrir hann eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-0.





Mikael lék allan leikinn fyrir Midtjylland sem er nú með sjö stiga forskot á toppnum eftir að FCK tapaði fyrir Esbjerg á föstudagskvöldið.

Frederik Schram sat allan tímann á bekknum hjá Lyngby sem er í 8. sæti deildarinnar með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×