Innlent

Ekkert nýtt smit þriðja daginn í röð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
_28A1309-Ronken-Covid-Covid 19 gamur-LSH-TH-Thorkelsson-2020-20x30
Þorkell Þorkelsson

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjustu upplýsingum á síðunni covid.is. Er þetta þriðja daginn í röð sem ekkert smit greinist. Alls hafa 1799 greinst með veiruna hér á landi.

Alls eru nú 39 manns í einangrun en 1750 einstaklingar hafa náð bata eftir að hafa greinst með veiruna. Þrír eru á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. Alls hafa tíu látist vegna Covid-19.

318 sýni voru tekin síðasta sólarhringinn, 278 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 40 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis verður klukkan 14 í dag.

Þar munu þau Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísir á stöð 5 í kerfum Vodafone og Símans.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×