Innlent

Kúkaði í kjörklefann

Valur Grettisson skrifar
Búið er að taka myndbandið út af Youtube.
Búið er að taka myndbandið út af Youtube.

„Ég hef ekki séð þetta myndband," segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, en einhver einstaklingur sýndi sérstætt andóf í kjörklefanu þegar hann hafði hægðir og skeindi sig með kosningaseðlinum á laugardaginn. Síðan braut hann seðilinn snyrtilega saman og greiddi atkvæði.

Sjálf vildi Erla sem minnst um málið segja enda ekki séð myndbandið, en hún hafði heyrt af málinu.

Þegar blaðamaður Vísis spurði Erlu hvort lögreglan hefði verið kölluð til vegna andófsins hló hún örlítið og spurði á móti: „Til þess að hjálpa honum þá?"

Lögreglan var semsagt ekki kölluð á vettvang. Atkvæðið sérstæða uppgötvaðist ekki fyrr en við talningu. Á heimasíðunni aftaka.org kemur fram að tilgangurinn hafi verið að gefa skít í kosningarnar.

Frásögn af atburðinum má finna hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×