Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2020 19:00 Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. Síðdegis hófust umræður um frumvörp um nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stöð 2/Einar Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira