Erlent

Þrettán látnir eftir að bílsprengja sprakk í Mogadishu

atli ísleifsson skrifar
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Mogadishu síðustu ár.
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Mogadishu síðustu ár. Vísir/AFP
Að minnsta kosti þrettán eru látnir eftir að bílsprengja sprakk í sómölsku höfuðborginni Mogadishu í morgun. Sprengingin varð fyrir utan hótel sem stendur við fjölfarna götu.

„Við höfum flutt þrettán látna á brott og fjórtán særða til viðbótar. Mögulegt er að tala látinna komi til með að hækka enn frekar,“ segir Abdikadir Abdirahman, talsmaður heilbrigðisyfirvalda.

Lögregla í borginni greindi fyrst frá því að tveir hafi látist í árásinni og tveir særst.

Nokkrum tímum fyrir árásina kom til átaka milli lögreglu og manns á sendiferðabíl sem neitaði að stöðva bíl sinn við vegartálma. Skaut lögregla þá að bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn sprakk. Ökumaður sendiferðabílsins fórst og tveir til viðbótar særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×