Erlent

Maður handtekinn í Danmörku vegna gruns um tvö morð í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Danmörku aðfaranótt sunnudagsins vegna gruns um tvö morð í Kista, norðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi.

Maðurinn er grunaður um að hafa skotið tvo unga menn í bíl af stuttu færi miðvikudaginn 8. mars og var handtökuskipun gefin út gegn manninum á laugardag.

„Nú fáum við loks tækifæri til að yfirheyra hann,“ segir Kjell Lindgren, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi í samtali við Aftonbladet, en maðurinn verður nú fluttur til sænsku höfuðborgarinnar.

Hvorki danska né sænska lögreglan hefur ekki gefið út frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×