Erlent

Langar raðir eftir kannabis í Colorado

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Viðskiptavinur virðir fyrir sér mismunandi tegundir maríjúana.
Viðskiptavinur virðir fyrir sér mismunandi tegundir maríjúana. mynd/AFP
Langar biðraðir mynduðust fyrir utan sölustaði í Colorado eftir að sala á kannabis var gerð lögleg. Fólk kom víðs vegar að frá Bandaríkjunum til þess að kaupa sér efnið. New York Times segir frá.

Um 40 verslanir í Colorado selja kannabis. Ungir sem aldnir hafa safnast saman í fylkinu til þess að verða sér úti um kannabis löglega.

Einn kaupandinn, Lina Walmsley, var ánægð með að geta keypt kannabis löglega. „Það er fyndið að segja það, ég fór út í búð og keypti gras,“ sagði hún þar sem hún gekk út úr versluninni Denver Kush Club en þar hafði myndast löng röð.

Colorado varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að heimila sölu á kannabis í verslunum. Sala á kannabis verður einnig gerð lögleg í Washington fylki síðar á þessu ári. Heimilt er að selja kannabis til fólks eldra en 21 árs. Nú þegar heimila 20 ríki í Bandaríkjunum kaup og sölu á kannabis í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin eru þó enn ólögleg samkvæmt alríkislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×