Erlent

Sjötug móðir rís upp gegn kínverskum ríkisfjölmiðli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
XInhua er stýrt af yfirvöldum í Kína.
XInhua er stýrt af yfirvöldum í Kína. Vísir/Getty
Chen Wenying, kínversk móðir baráttumanns í málefnum launþega, hefur kært hinn áhrifamikla kínverska ríkisfjölmiðil Xinhua fyrir að breiða út lygar um son sinn eftir að hann var færður í hald kínverskra yfirvalda. Sérfræðingur í mannréttindamálum segir þetta fáheyrt.

Zeng Feiyang var handtekinn undir lok síðasta árs og var hann, í grein sem birtista á vegum Xinhua, sakaður um að hafa þegið fé á ólöglegan hátt frá erlendum samtökun auk þess sem að hann var sakaður um að hafa áreitt og móðgar konur.

Móðir hans vill þó ekki heyra á þetta minnst og hefur því tekið það skref að kæra fjölmiðilinn fyrir að breiða út lygar um son sinn. Þá hefur hún einnig kært blaðamanninn sem skrifaði greinina auk fangelsins þar sem syni henni er haldið.

Krefst hún þess að fá eina milljón juan í skaðabætur, um 20 milljón íslenskra króna, auk þess sem að hún fer fram á að greininni sé eytt ásamt því hún vill að Xinhua biðjist formlega afsökunar á ásökunum á hendur syni hennar.

Að sögn William Nee sem starfar hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International í Hong Kong er afar fátítt að ríkisfjölmiðlar í Kína séu kærðir vegna umfjöllunar sinnar. Er þeim öllum stýrt af yfirvöldum í Kína og er efni þeirra ritskoðað af embættismönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×