Erlent

Morð á fjölskyldu í Ohio: Segja morðin minna á aftökur

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Morðin foru framin í bænum Piketon í Ohio.
Morðin foru framin í bænum Piketon í Ohio. Mynd/Wikipedia Commons
Átta manneskjur sem fundust látnar í suðurhluta Ohio í Bandaríkjunum í gær voru allar í sömu fjölskyldunni. Þær voru skotnar í höfuðið á meðan þær sváfu. Fjölmiðlar vestanhafs segja morðin minna á aftökur. CNN greinir frá

Rannsóknarlögreglumenn fundu líka sjö fullorðinna og eins sextán ára unglings á fjórum mismunandi stöðum. Yfirvöld leita að morðingjunum.

Ekki er vitað hvort um fleiri en einn ódæðismann er að ræða, en sá er að öllum líkindum vopnaður og hættulegur eftirlifandi fjölskyldumeðlimum er haft eftir lögreglustjóra Pike, Charles Reader.

„Hér er um að ræða eina tiltekna fjölskyldu sem hefur verið ráðist á en ég tel aðra samfélagsbúa ekki í hættu,“ sagði Reader á blaðamannafundi sem haldinn var vestanhafs í gær.

„Ég hef gefið öðrum fjölskyldumeðlimum ráðleggingar um varúðarráðstafanir. Þau vita af okkur.“ 

Eitt fórnarlambanna hafði verið tekið af lífi með fjögurra ára gamalt barn sitt við hlið sér. Barnið lifði af árásina ásamt tveimur öðrum börnum, öðru hálfs árs og hinu þriggja ára. Reader nefndi ekki á nafn neinn grunaðan né ástæðuna fyrir morðunum en tók fram að öll hin látnu væru meðlimir Rhoden-fjölskyldunnar.

„Við biðjum fjölskyldumeðlimi um að vera sérstaklega á varðbergi og gera varúðarráðstafanir,“ sagði Mike DeWine, ríkissaksóknari Ohio-ríkis. „Þetta snýst um almannaöryggi, aðallega fyrir Rhoden-fjölskylduna.“


Tengdar fréttir

Minnst sjö liggja í valnum í Ohio

Árásarmaðurinn gengur laus og skólum hefur verið lokað í bænum Piketon en fimm börn eru sögð meðal hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×