Sport

Björn Róbert valinn stjarna vikunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grafarvogspilturinn verður tvítugur á árinu.
Grafarvogspilturinn verður tvítugur á árinu. Fréttablaðið/Stefán
Björn Róbert Sigurðarson var valinn stjarna vikunnar í miðdeild NAHL-deildarinnar síðustu helgi. Björn, sem spilar með Aberdeen Wings, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar í tveimur sigurleikjum Vængjanna gegn Minot Minotauros. Fyrri leikurinn vannst 3-2 með marki Björns og sá síðari 4-1. Björn er næststigahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni.

„Björn var frábær um helgina. Hann tekur stöðugum framförum og hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarnar vikur,“ segir Travis Winter, þjálfari Aberdeen. Sá hefur mikla trú á Birni sem fékk samningstilboð hjá liðinu eftir að hafa farið þangað á reynslu í sumar. Áttatíu spreyttu sig en Birni var einum boðinn samningur.

„Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta gert út um leiki og við hlökkum til að fylgjast áfram með uppgangi hans.“

Björn verður með íslenska 20 ára landsliðinu í 2. deild heimsmeistaramótsins á Spáni um miðjan mánuðinn. Það var einmitt í sömu keppni í fyrra, þegar Ísland keppti í Serbíu, sem Björn vakti athygli hjá félögum vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×