Harry og Meghan gengin í hjónaband Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 11:41 Kossinn sem allir höfðu beðið eftir. Vísir/Getty Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15