Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi 17. nóvember 2010 21:24 Hendrikka Waage og Ted Turner ,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011." Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011."
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira