Innlent

Verkamenn á Grenimel beðnir um að fara sér hægt

Nýbyggingin stendur við Grenimel í vesturbænum.
Nýbyggingin stendur við Grenimel í vesturbænum.

Lögreglan hafði í morgun afskipti af fjórum verkamönnum í nýbyggingu við Grenimel í Reykjavík. Ástæðan var ekki sú að banna mönnunum að vinna á þessum helga degi, heldur snérist málið um hve snemma þeir hófu vinnu sína.

Vaktstjóri hjá lögreglunni sagði að mennirnir hefðu verið beðnir um að sína almenna tillitssemi en þeir höfðu hafið störf með tilheyrandi hávaða frá loftpressum og öðrum verkfærum í morgunsárið. Að sögn lögreglu er litið á föstudaginn langa sem hvíldardag og því ekki við hæfi að hefja störf fyrr en um tíuleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×