Sport

Fjölmiðlar blésu upp of miklar væntingar

Lawrie Sanchez
Lawrie Sanchez NordicPhotos/GettyImages

Lawrie Sanchez segir að fjölmiðlar á Norður-Írlandi hafi gengið of langt í að byggja upp falsvonir hjá stuðningsmönnum landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum um helgina og segist sjálfur ekki hafa verið með neinar falsvonir því liðin tvö séu áþekk að styrkleika.

"Íslenski þjálfarinn hélt einu norður-írsku blaðanna á lofti á blaðamannafundinum fyrir leikinn, þar sem stóð að liðið ætti að vinna leikinn. Það var aldrei ég sem sagði að við ættum að vinna þennan leik, þetta voru óraunhæfar kröfur blaðamanna. Ég og leikmennirnir gerðum okkur grein fyrir því allan tímann að íslenska liðið væri svipað sterkt og við.

Eiður Guðjohnsen er heimsklassa leikmaður sem er betri en nokkur þeirra leikmanna sem við höfum og því var alltaf möguleiki á því að þeir næðu sigri í leiknum. Blöðin hafa blásið þetta allt of mikið upp, fyrst áttum við að vinna auðveldan sigur af því við erum svo góðir, en svo erum við aular af því við náðum ekki að vinna. Við erum hvorugt. Það gat brugðið til beggja vona í þessum leik og Íslendingarnir gripu tækifærið. Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en að reyna að ná þjóðarstoltinu til baka með því að ná hagstæðum úrslitum gegn Spánverjum á miðvikudagskvöldið," sagði Sanchez. 







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×