Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 21:00 Máni fór mikinn í þætti kvöldsins. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. Það hefur mikið gengið á innan herbúða Stjörnunnar undanfarnar vikur og mánuði. Eins og Vísir greindi frá í lok síðasta mánaðar hafa bæði varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hætt eða farið í leyfi vegna átaka við formann félagsins. Máni segir að ástandið innan félagsins sé slæmt og að staðan innan félagsins sé mjög svört. Hann spáir Stjörnunni um miðja deild og segir að árangurinn verði ekki upp á marga fiska í sumar. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli. Það er hver höndin upp á móti hvor annarri. Það er hver deildin á móti annarri. Þetta er ekki gott. Ástandið er mjög slæmt þara og það þorir enginn að tala um þetta þarna. Þetta virðist vera tabú,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við.“ „Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“ Stjörnumenn fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2014.Vísir/Andri Marinó „Þetta er staðreynd. Ég veit ekki fyrir hvað félagið ætlar að standa. Yngri flokka starfið í fótbolta er frábært og gríðarlegur metnaður sem er sýndur þar. Ef einhverjir þjálfarar geta haldið andanum þarna uppi þá eru það þessir tveir. Leikmannahópurinn er góður en Stjarnan verður fyrir miðju. Ég skal lofa ykkur því að þetta á eftir að hitta þá einhvers staðar. Það þurfa að vera gríðarlega sterkir karakterar í þessu liði til þess að halda einhverju „function“ í þessu ástandi sem er í Garðabæ.“ „Vandamálið er í efstu hæðum í Stjörnunni. Það er óánægja og það er enginn til í að tala um það. Ég er ekki að segja að þessir menn beri ekki hag Stjörnunnar fyrir brjósti en það þarf að leysa ágreiningsmál með að tala um það. Menn þurfa líka að spyrja sig: Hver eru gildin okkar? Fyrir hvað ætlar þetta félag að standa? Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara.“ Einnig var rætt um þá ákvörðun Stjörnunnar að fá Ólaf Jóhannesson inn við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en Rúnar átti hugmyndina að fá Ólaf inn. Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins með þessari ákvörðun. „Ég held að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins. Ég er rosalega spenntur að sjá hvernig þetta endar. Ég held að Óli tekur loka ákvarðanirnar og axli ábyrgðina en ekki Rúnar. Hann er öflugur karakter og hugsar þetta til enda en ég sé þetta svona,“ sagði Atli. Máni er ekki sammála að Rúnar dragi sig til baka. „Rúnar er eins og ég. Hann elskar Stjörnuna. Hann hugsar um hvað er best fyrir liðið og það er að sækja Óla Jó. Rúnar er tilbúinn að vera minna í sviðsljósinu. Hann þrífst fyrir það að Stjörnunni gengur vel. Hann er fyrst og síðast að þessu Stjörnunni fyrir bestu.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Máni um Stjörnuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. Það hefur mikið gengið á innan herbúða Stjörnunnar undanfarnar vikur og mánuði. Eins og Vísir greindi frá í lok síðasta mánaðar hafa bæði varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hætt eða farið í leyfi vegna átaka við formann félagsins. Máni segir að ástandið innan félagsins sé slæmt og að staðan innan félagsins sé mjög svört. Hann spáir Stjörnunni um miðja deild og segir að árangurinn verði ekki upp á marga fiska í sumar. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli. Það er hver höndin upp á móti hvor annarri. Það er hver deildin á móti annarri. Þetta er ekki gott. Ástandið er mjög slæmt þara og það þorir enginn að tala um þetta þarna. Þetta virðist vera tabú,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við.“ „Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“ Stjörnumenn fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2014.Vísir/Andri Marinó „Þetta er staðreynd. Ég veit ekki fyrir hvað félagið ætlar að standa. Yngri flokka starfið í fótbolta er frábært og gríðarlegur metnaður sem er sýndur þar. Ef einhverjir þjálfarar geta haldið andanum þarna uppi þá eru það þessir tveir. Leikmannahópurinn er góður en Stjarnan verður fyrir miðju. Ég skal lofa ykkur því að þetta á eftir að hitta þá einhvers staðar. Það þurfa að vera gríðarlega sterkir karakterar í þessu liði til þess að halda einhverju „function“ í þessu ástandi sem er í Garðabæ.“ „Vandamálið er í efstu hæðum í Stjörnunni. Það er óánægja og það er enginn til í að tala um það. Ég er ekki að segja að þessir menn beri ekki hag Stjörnunnar fyrir brjósti en það þarf að leysa ágreiningsmál með að tala um það. Menn þurfa líka að spyrja sig: Hver eru gildin okkar? Fyrir hvað ætlar þetta félag að standa? Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara.“ Einnig var rætt um þá ákvörðun Stjörnunnar að fá Ólaf Jóhannesson inn við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en Rúnar átti hugmyndina að fá Ólaf inn. Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins með þessari ákvörðun. „Ég held að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins. Ég er rosalega spenntur að sjá hvernig þetta endar. Ég held að Óli tekur loka ákvarðanirnar og axli ábyrgðina en ekki Rúnar. Hann er öflugur karakter og hugsar þetta til enda en ég sé þetta svona,“ sagði Atli. Máni er ekki sammála að Rúnar dragi sig til baka. „Rúnar er eins og ég. Hann elskar Stjörnuna. Hann hugsar um hvað er best fyrir liðið og það er að sækja Óla Jó. Rúnar er tilbúinn að vera minna í sviðsljósinu. Hann þrífst fyrir það að Stjörnunni gengur vel. Hann er fyrst og síðast að þessu Stjörnunni fyrir bestu.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Máni um Stjörnuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti