Smjörklípa aldarinnar Skjóðan skrifar 15. júní 2016 10:00 Panama-skjölin komu fram í sviðsljósið með miklum hvelli. Forsætisráðherra neyddist til að segja af sér embætti. Einhvern veginn hefur tveimur öðrum ráðherrum, sem tengdust Panama-félögum, tekist að sitja áfram í sínum stólum, sennilega mest fyrir þá sök að hafa ekki sýnt af sér þá furðuframkomu sem fyrrverandi forsætisráðherra sýndi. Ekkert hefur heldur fram komið sem bendlar fjármála- og innanríkisráðherra eða maka þeirra við kröfuhafa í gömlu bankana. Tveir lífeyrissjóðastjórar máttu yfirgefa sviðið vegna Panama-félaga. Einn borgarfulltrúi sagði af sér og gjaldkeri stjórnmálaflokks, sem raunar virðist ekki hafa verið í Panama-skjölunum heldur átt sín félög annars staðar. Nokkrir útrásarvíkingar reyndust vera með Panama-félög en engar nýjar fréttir voru í því, nema þá að furðu vekur að ekki skuli fleiri þekktir útrásarvíkingar vera þarna á blaði. Boðað var að flett yrði ofan af aflandsfélögum fyrirtækja og einstaklinga úr íslenskum sjávarútvegi. Leið og beið og eftirvæntingin óx. Þær litlu upplýsingar sem fram komu virtust óspennandi. Því næst var beðið eftir 9. maí. Þá átti að opna lungann af Panamaskjölunum fyrir allan almenning á netinu. Þar hlyti eitthvað bitastætt að koma fram. Í millitíðinni komst forseti Íslands að þeirri niðurstöðu að óvissan í íslenskum stjórnmálum væri svo þrúgandi að hann yrði að fórna sér og bjóða sig fram til að gegna embættinu enn eitt kjörtímabilið. Á útlendri sjónvarpsstöð var hann spurður hvort hann, eiginkona hans og fjölskylda tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Hann sagði nei og aftur nei og svo aftur og aftur. Hið gagnstæða kom í ljós. Fylgi forsetans hrundi dagana fram til 9. maí. Sunnudaginn 8. maí mætti síðan Davíð Oddsson á Bylgjuna og lýsti yfir framboði sínu til forseta. Flestum var ljóst að Davíð ætti ekki minnstu möguleika á að ná kjöri. Undanfarin ár hefur hann í boði stórútgerðarinnar hamast við að endurskrifa söguna sér í hag á síðum Morgunblaðsins án merkjanlegs árangurs. Framboð hans þjónar hins vegar tvíþættum tilgangi. Forsetinn með tengslin við Panama-félög gat dregið sig í hlé og umræðan hefur snúist um framboð Davíðs og túlkun hans á ferli þess frambjóðanda sem hefur yfirburðafylgi í skoðanakönnunum. Panama-skjölin hafa ekki verið rædd frá því Davíð bauð sig fram. Framboð hans er smjörklípa aldarinnar. Kannski hugsaði hann þetta ekki að öllu leyti sem smjörklípu, Verið getur að hann hafi haldið að hann ætti séns. Bakhjarlar hans vita hins vegar hvað þeir syngja. Það er kaldhæðnislegt að höfundur smjörklípunnar í íslenskum stjórnmálum skuli enda feril sinn sem ein allsherjar smjörklípa fyrir íslenska Panama-greifa. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Panama-skjölin komu fram í sviðsljósið með miklum hvelli. Forsætisráðherra neyddist til að segja af sér embætti. Einhvern veginn hefur tveimur öðrum ráðherrum, sem tengdust Panama-félögum, tekist að sitja áfram í sínum stólum, sennilega mest fyrir þá sök að hafa ekki sýnt af sér þá furðuframkomu sem fyrrverandi forsætisráðherra sýndi. Ekkert hefur heldur fram komið sem bendlar fjármála- og innanríkisráðherra eða maka þeirra við kröfuhafa í gömlu bankana. Tveir lífeyrissjóðastjórar máttu yfirgefa sviðið vegna Panama-félaga. Einn borgarfulltrúi sagði af sér og gjaldkeri stjórnmálaflokks, sem raunar virðist ekki hafa verið í Panama-skjölunum heldur átt sín félög annars staðar. Nokkrir útrásarvíkingar reyndust vera með Panama-félög en engar nýjar fréttir voru í því, nema þá að furðu vekur að ekki skuli fleiri þekktir útrásarvíkingar vera þarna á blaði. Boðað var að flett yrði ofan af aflandsfélögum fyrirtækja og einstaklinga úr íslenskum sjávarútvegi. Leið og beið og eftirvæntingin óx. Þær litlu upplýsingar sem fram komu virtust óspennandi. Því næst var beðið eftir 9. maí. Þá átti að opna lungann af Panamaskjölunum fyrir allan almenning á netinu. Þar hlyti eitthvað bitastætt að koma fram. Í millitíðinni komst forseti Íslands að þeirri niðurstöðu að óvissan í íslenskum stjórnmálum væri svo þrúgandi að hann yrði að fórna sér og bjóða sig fram til að gegna embættinu enn eitt kjörtímabilið. Á útlendri sjónvarpsstöð var hann spurður hvort hann, eiginkona hans og fjölskylda tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Hann sagði nei og aftur nei og svo aftur og aftur. Hið gagnstæða kom í ljós. Fylgi forsetans hrundi dagana fram til 9. maí. Sunnudaginn 8. maí mætti síðan Davíð Oddsson á Bylgjuna og lýsti yfir framboði sínu til forseta. Flestum var ljóst að Davíð ætti ekki minnstu möguleika á að ná kjöri. Undanfarin ár hefur hann í boði stórútgerðarinnar hamast við að endurskrifa söguna sér í hag á síðum Morgunblaðsins án merkjanlegs árangurs. Framboð hans þjónar hins vegar tvíþættum tilgangi. Forsetinn með tengslin við Panama-félög gat dregið sig í hlé og umræðan hefur snúist um framboð Davíðs og túlkun hans á ferli þess frambjóðanda sem hefur yfirburðafylgi í skoðanakönnunum. Panama-skjölin hafa ekki verið rædd frá því Davíð bauð sig fram. Framboð hans er smjörklípa aldarinnar. Kannski hugsaði hann þetta ekki að öllu leyti sem smjörklípu, Verið getur að hann hafi haldið að hann ætti séns. Bakhjarlar hans vita hins vegar hvað þeir syngja. Það er kaldhæðnislegt að höfundur smjörklípunnar í íslenskum stjórnmálum skuli enda feril sinn sem ein allsherjar smjörklípa fyrir íslenska Panama-greifa.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira