Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 11:00 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki sínu beint úr aukaspyrnu ásamt liðsfélaga sínum Callum Davidson. Getty/Steve Mitchell Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016 Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti