Vill að ESB standi við IPA samninga Höskuldur Kári Schram skrifar 16. desember 2013 15:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. Evrópusambandið ákvað í byrjun desembermánaðar að draga til baka alla IPA-styrki á Íslandi en styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir þjóðum sem stefna á inngöngu í sambandið. Ákvörðun ESB um að draga styrkina til baka kom íslenskum stjórnvöldum á óvart. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að íslensk stjórnvöld væru nú að skoða réttarstöðu þeirra stofnana sem hafa fengið loforð um styrki um mögulegar bætur frá ESB vegna samningsrofs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði forsætisráðherra hvort slíkt væri í skoðun. Sigmundur Davíð sagðist hafa komið þeim skilaboðum til forystumanna ESB fyrr á þessu ári að hann teldi rétt að klára þau IPA verkefni sem þegar væru búið að semja um. Hins vegar væri skiljanlegt að ekki væri stofnað til nýrra verkefna á meðan aðildarviðræður væru í biðstöðu. Sigmundur telur eðlilegt að kanna réttarstöðu þeirra stofnana sem áttu að fá IPA styrki í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Þessar stofnanir væru búnar að gera ýmsar ráðstafanir vegna þessa. „Þannig að þegar ekki er staðið við að afhenda þá styrki sem höfðu verið gefin fyrirheit um og þessar stofnanir höfðu réttmæta ástæðu til að ætla að myndu skila sér þá taldi formaður utanríkismálanefndar og fulltrúar þar og utanríkisráðherra hefur lýst sömu skoðun að það væri eðlilegt að menn skoðuðu réttarstöðu þessara stofnana sem höfðu gert ráðstafanir í trausti þess að búið væri að semja um að þær fengju þessa tilteknu styrki. Útá það gengur þetta en ekki að halda áfram að bæta við nýjum IPA styrkjum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. Evrópusambandið ákvað í byrjun desembermánaðar að draga til baka alla IPA-styrki á Íslandi en styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir þjóðum sem stefna á inngöngu í sambandið. Ákvörðun ESB um að draga styrkina til baka kom íslenskum stjórnvöldum á óvart. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að íslensk stjórnvöld væru nú að skoða réttarstöðu þeirra stofnana sem hafa fengið loforð um styrki um mögulegar bætur frá ESB vegna samningsrofs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði forsætisráðherra hvort slíkt væri í skoðun. Sigmundur Davíð sagðist hafa komið þeim skilaboðum til forystumanna ESB fyrr á þessu ári að hann teldi rétt að klára þau IPA verkefni sem þegar væru búið að semja um. Hins vegar væri skiljanlegt að ekki væri stofnað til nýrra verkefna á meðan aðildarviðræður væru í biðstöðu. Sigmundur telur eðlilegt að kanna réttarstöðu þeirra stofnana sem áttu að fá IPA styrki í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Þessar stofnanir væru búnar að gera ýmsar ráðstafanir vegna þessa. „Þannig að þegar ekki er staðið við að afhenda þá styrki sem höfðu verið gefin fyrirheit um og þessar stofnanir höfðu réttmæta ástæðu til að ætla að myndu skila sér þá taldi formaður utanríkismálanefndar og fulltrúar þar og utanríkisráðherra hefur lýst sömu skoðun að það væri eðlilegt að menn skoðuðu réttarstöðu þessara stofnana sem höfðu gert ráðstafanir í trausti þess að búið væri að semja um að þær fengju þessa tilteknu styrki. Útá það gengur þetta en ekki að halda áfram að bæta við nýjum IPA styrkjum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira