Erlent

Yfirvöld á Nýja Sjálandi búast við fleiri flóðbylgjum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Ferðamenn og íbúar á svæðinu hafa yfirgefið hótel og heimili sín og hafast nú við utandyra.
Ferðamenn og íbúar á svæðinu hafa yfirgefið hótel og heimili sín og hafast nú við utandyra. Vísir/Getty
Yfirvöld á Nýja Sjálandi telja að von sé á fleiri flóðbylgjum og telja að vænta megi fimm metra hárra flóðbylgna á milli Marlborough, sem staðsett er norðaustan megin á suður eynni, og Banks Peninsula, suður af Christchurch. BBC greinir frá.

Í fyrstu var talið að jarðskjálftinn sem skall á í hádeginu hafi mælst 7,4 stig. Fréttastofa AP greinir nú frá því að jarðskjálftinn hafi í raun verið 7,8 stig.

Almannavarnaryfirvöld á Nýja Sjálandi vöruðu íbúa sem búa nálægt ströndinni að færa sig um set þar sem flóðbylgja hafi skollið á um kl 01:50 um nóttina. Yfirvöld höfðu áður gefið út yfirlýsingu á Twitter að ekki væri von á flóðbylgjum en tóku það til baka nokkru síðar.

Ferðamenn og íbúar á svæðinu hafa yfirgefið hótel og heimili sín og hafast nú við utandyrar. Íbúar Christchurch nefna að jarðskjálftinn hafi staðið lengur yfir en aðrir skjálftar. Símalínum sló út sem gerði það að verkum að ekki var hægt að ná í neyðarlínuna í um það bil tíu mínútur skv. lögreglu á svæðinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×