Bíó og sjónvarp

Ísland enn sýnilegra í nýrri Star Wars stiklu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin var tekin upp að hluta til á Mýrdalssandi.
Myndin var tekin upp að hluta til á Mýrdalssandi. Vísir
Framleiðendur Star Wars: Rogue One hafa gefið út nýja stiklu og nú er Ísland enn sýnilegra en í fyrri stiklum. Svartir sandar Suðurlands leika greinilega mikilvægt hlutverk í myndinni.

Myndin var að hluta til tekin upp á Ísland á síðasta ári og voru tökur á myndinni við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi háleynilegar.

Myndin er ein margra mynda sem nú eru í framleiðslu sem tengjast á einn eða annan hátt Stjörnustríðsheiminum en sem kunnugt er, var stórmyndin The Force Awakens einnig tekin upp á Íslandi að hluta til.

Leikstjóri er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Þá leika þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Forest Whitaker og fleiri í myndinni.

Hún verður frumsýnd þann 16. desember næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.