Sport

Sportið í dag: Fanndís, Alfreð, Helgi Sig og UFC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stillið inn á Stöð 2 Sport klukkan 15:00 í dag.
Stillið inn á Stöð 2 Sport klukkan 15:00 í dag. vísir/vilhelm

Síðasti þáttur vikunnar af Sportinu í dag verður ekki af verri endanum. Venju samkvæmt hefst hann klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, sest í stólinn hjá strákunum og fer yfir komandi knattspyrnusumar og meira til. 

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason verður í viðtali frá Þýskalandi en hann fær að spila fótbolta á nýjan leik eftir viku. 

Einnig verður viðtal við Helga Sigurðsson, þjálfara karlaliðs ÍBV í fótbolta, og Pétur Marinó Jónsson segir frá fyrsta stóra íþróttaviðburðinum í Bandaríkjunum síðan kórónuveiran fór á fullt. 

Þá verða tveir nýir þættir sem byrja á Stöð 2 Sport nú um helgina skoðaðir.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×