Borgarráð vill koma í veg fyrir lóðabrask 3. maí 2007 06:45 Lóðaverð er afar mismunandi eftir sveitarfélögum, og er talsvert lægra á Akureyri og Egilsstöðum en á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Vilhelm Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira