Íslandsmeistarar Þórs/KA gerðu jafntefli við Breiðablik í Lengjubikar kvenna á Akureyri í dag.
Andrea Mist Pálsdóttir kom heimakonum yfir strax á 19. mínútu. Agla María Albertsdóttir, sem kom frá Stjörnunni til Blika fyrr á árinu, jafnaði leikinn fyrir Breiðablik undir lok fyrri hálfleiks.
Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-1.
Þetta voru fyrstu stig Þórs/KA í keppninni en Íslandsmeistararnir höfðu tapað gegn Val og Stjörnunni. Blikar eru hins vegar á toppi A-deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki.
Íslenski boltinn