Innlent

Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn

Bjarki Ármannsson skrifar
Þetta verður í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð ávarpar flokksmenn opinberlega frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð ávarpar flokksmenn opinberlega frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl. Vísir/Vilhelm
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag en þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpa flokksmenn.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð ávarpar flokksmenn opinberlega frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl eftir umfjöllun um tengsl eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, mun einnig taka til máls en á fundinum stendur meðal annars til að ræða hvort flýta eigi landsfundi Framsóknarflokksins vegna þingkosninga sem eiga að fara fram í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×