Aron Elís Þrándarson lék sinn fyrsta leik fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið tapað 2-0 fyrir Bröndby. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE sem lagði Hobro af velli 3-1 fyrr í dag.
Aron Elís hóf leikinn á varamannabekk OB en var settur inn á þegar 53 mínútur voru komnar á klukkuna. Tókst honum ekki að koma í veg fyrir tap OB. Hjörtur Hermannsson var ekki í liði Bröndby vegna meiðsla.
Fyrr í dag vann SønderjyskE góðan 3-1 sigur á Hobro og lék Eggert Gunnþór Jónsson 73 mínútur í liði SønderjyskE.
Þá var leik AGF og Randers frestað vegna veðurs en Jón Daði Þorsteinsson leikur með AGF. Liðið er þó enn í 3. sæti deildarinnar með 36 stig og leik til góða á Bröndby sem er sæti neðar með 35 stig. OB situr svo í 9. sætinu með 27 stig og þar fyrir neðan er SønderjyskE með 25 stig.
Fótbolti
Tap hjá Aron Elís í fyrsta leik | Eggert í sigurliði
Tengdar fréttir
VAR tók vítaspyrnu af Viðari Erni
Viðar Örn Kjartansson var að gera sig líklegan til að skora sitt fyrsta mark í Tyrklandi áður en VAR tók færið af honum.
Birkir og félagar töpuðu gegn Juve
Birkir Bjarnason og félagar í Brescia máttu sín lítils eftir að þeir urðu manni færri gegn Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Juventus vann 2-0 sigur.