Innlent

Lögmaður sakaður um fjárdrátt

Lögmaðurinn tók við fjármununum frá forsvarsmanni byggingafélags.
Lögmaðurinn tók við fjármununum frá forsvarsmanni byggingafélags.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tæplega fimmtugan héraðsdómslögmann fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér tólf milljónir króna.

Konunni sem um ræðir er gefið að sök að hafa í nóvember 2006 og fram í febrúar 2007 í starfi sem héraðsdómslögmaður dregið sér og einkahlutafélögum sem hún stjórnaði milljónirnar tólf. Lögmaðurinn tók við fjármununum árið 2006 frá forsvarsmanni byggingafélags og áttu þeir að ganga sem kaupverð til greiðslu veðskulda á byggingalóð í Hafnarfirði eigi síðar en 1. desember sama ár vegna kaupa félagsins á lóðinni, samkvæmt kaupsamningi, sem lögmaðurinn samdi.

Konan lét leggja peningana inn á almennan tékkareikning í eigu einkahlutafélags síns, en ekki sérstakan fjárvörslureikning svo sem lögskylt er. Hún stóð ekki í skilum með kaupverðið heldur ráðstafaði fjármunum af reikningnum ýmist í eigin þágu eða inn á bankareikninga einkahlutafélaga sem hún stjórnaði.

- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×