Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 21:20 Haraldur Sigþórsson segist vera í vonlausri stöðu vegna kaupa á sérhönnuðum bíl sem skyndilega hækkaði í verði. Vísir/Arnar Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira