Sport

Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur í Leeds United þáttaröðinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Farið er yfir fyrsta tímabil Marcelo Bielsa sem stjóra Leeds.
Farið er yfir fyrsta tímabil Marcelo Bielsa sem stjóra Leeds. vísir/getty

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport

Allir Sportið í kvöld þættir vikunnar, gamlir og góðir leikir í ensku bikarkeppninni; þar á meðal leikur Chelsea og Manchester United frá tímabilinu 1998/1999. Hæst ber þó þáttaröð um enska B-deildarliðið Leeds United sem hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld og verður fyrsti þáttur sýndur klukkan 20:00.

Stöð 2 Sport 2

Dominos-deildin er á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sýndir verða leikir frá úrslitaeinvígi ÍR og KR frá því á síðustu leiktíð og frá einvígi Keflavíkur og Snæfells í kvennaflokki 2017 svo fátt eitt sé nefnt.

Stöð 2 Sport 3

Íslenski boltinn á sviðið á Stöð 2 Sport 3 í dag. Frá 09:55 til 15:30 má finna marga af skemmtilegustu leikjum íslenska boltans síðustu þrjá áratugi. Í kjölfarið af því taka við þættir af krakkamótum á borð við Pæjumótið og Shellmótið.

Stöð 2 eSport

Á Stöð 2 eSport má í dag finna stjörnum prýtt mót í eFótbolta á vegum La Liga á Spáni. Keppt er í FIFA20 en meðal keppenda eru stórstjörnur úr spænsku 1. deildinna, auk þekktra leikmanna úr NBA- og NFL-deildunum bandarísku. Einnig er sýnt einvígi FH og Dusty í Vodafone-deildinni 2020 í Counter-Strike: Global Offensive.

Stöð 2 Golf

Útsending frá þriðja degi á US Open 2019 og árið 2015 gert upp á PGA mótaröðinni er að sjá á Stöð 2 Golf í dag.

Finna má alla dagskrá dagsins á vef Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×