Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. október 2011 17:15 Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar. Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar.
Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16