Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. október 2011 17:15 Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar. Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar.
Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16