Geggjað að gönna Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. september 2019 07:00 Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar