Ótrúlegar myndir frá komu Falcao til Tyrklands Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. september 2019 08:30 Radamel Falcao vísir/getty Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019 Fótbolti Tyrkland Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira