Fótbolti

Íhuga að fella liðin sem eru í fallsætum í dag fari deildin ekki aftur af stað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nýjustu tíðindi eru ekki góð fyrir Bournemouth.
Nýjustu tíðindi eru ekki góð fyrir Bournemouth. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin íhugar nú allar sviðsmyndir, hvað sé hægt að gera ef ekki verður hægt að byrja núverandi tímabill á nýjan leik vegna kórónuveirunnar.

Ein þeirra hugmynda er að fella liðin sem eru í þremur neðstu sætunum eins og staðan er núna en það eru Norwich, Aston Villa og Bournemouth.

Funda á með öllum félögum deildarinnar á morgun, mánudag, en ljóst er að þessi félög yrðu alls ekki sátt með niðurstöðuna því Bournemouth og Norwich eiga níu leiki eftir og Aston Villa tíu.

Nokkur félög hafa undanfarið lýst yfir áhyggjum sínum á að byrja mótið aftur en enska úrvalsdeildin hefur sagt þeim félögum það að þau gætu reiknað með að skila hluta af sjónvarpssamningnum fari deildin ekki aftur af stað.

Úrvalsdeildin vill byrja spila aftur í júní á völlum víðs vegar um England sem ekki eru tileinkaðir liðum í ensku úrvalsdeildinni en það verður áhugavert að sjá hvað kemur úr fundi morgundagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×