Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:33 Samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag, en ekki 31. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Lokagreiðslan lækkar nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins að sögn Icelandair. Hún átti að nema rúmum 20 milljónum bandaríkjadala en vegna aðstæðna var fallist á að hún muni nema 10,3 milljónum dala. Það gerir um 1,5 milljarð króna. Afhending á bréfum Icelandair Hotels fer svo fram í kjölfarið. Þá verður ný stjórn skipuð og þar mun Icelandair Group tilnefna einn stjórnarmann og Berjaya tvo. Heildarkaupverð 75% hlutar er um 6,5 milljarðar króna, eða 45,3 milljónir bandaríkjadala, miðað við núverandi gengi. Icelandair Group og Berjaya höfðu áður komist að samkomulagi um að Berjaya greiddi lokagreiðsluna 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá var jafnframt gengið út frá því að heildarkaupverðið yrði um 55,3 milljónir Bandaríkjadala. Úr þessu má lesa að kórónuveiran hafi lækkað verðið á hótelunum um 10 milljónir dala. Sjá einnig: Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að það sé ánægjulegt að ljúka sölunni á þessum tímapunkti. „Salan styður við stefnu okkar að leggja fyrst og fremst áherslu á kjarnastarfsemi Icelandair Group, flugrekstur, sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Bogi. „Þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkir í heiminum er ég sannfærður um að framtíðarhorfur íslenskrar ferðaþjónustu eru góðar. Kaup Berjaya endurspegla þá sýn og staðfesta gæði og virði hótelfélagsins sem verður helsti styrkur þess þegar kemur að því að grípa þau tækifæri sem gefast þegar fer að rofa til á ný.“ Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Berjaya Land Berhad og tengd félög eru með um 4.700 starfsmenn og nema árlegar tekjur samstæðunnar 1.76 milljarði bandaríkjadala. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag, en ekki 31. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Lokagreiðslan lækkar nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins að sögn Icelandair. Hún átti að nema rúmum 20 milljónum bandaríkjadala en vegna aðstæðna var fallist á að hún muni nema 10,3 milljónum dala. Það gerir um 1,5 milljarð króna. Afhending á bréfum Icelandair Hotels fer svo fram í kjölfarið. Þá verður ný stjórn skipuð og þar mun Icelandair Group tilnefna einn stjórnarmann og Berjaya tvo. Heildarkaupverð 75% hlutar er um 6,5 milljarðar króna, eða 45,3 milljónir bandaríkjadala, miðað við núverandi gengi. Icelandair Group og Berjaya höfðu áður komist að samkomulagi um að Berjaya greiddi lokagreiðsluna 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá var jafnframt gengið út frá því að heildarkaupverðið yrði um 55,3 milljónir Bandaríkjadala. Úr þessu má lesa að kórónuveiran hafi lækkað verðið á hótelunum um 10 milljónir dala. Sjá einnig: Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að það sé ánægjulegt að ljúka sölunni á þessum tímapunkti. „Salan styður við stefnu okkar að leggja fyrst og fremst áherslu á kjarnastarfsemi Icelandair Group, flugrekstur, sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Bogi. „Þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkir í heiminum er ég sannfærður um að framtíðarhorfur íslenskrar ferðaþjónustu eru góðar. Kaup Berjaya endurspegla þá sýn og staðfesta gæði og virði hótelfélagsins sem verður helsti styrkur þess þegar kemur að því að grípa þau tækifæri sem gefast þegar fer að rofa til á ný.“ Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Berjaya Land Berhad og tengd félög eru með um 4.700 starfsmenn og nema árlegar tekjur samstæðunnar 1.76 milljarði bandaríkjadala.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira