Sport

Dagskráin í dag: Farið yfir ferilinn með Guðjóni Val

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Seinni bylgjan fær góðan gest í kvöld.
Seinni bylgjan fær góðan gest í kvöld.

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport

Sportið í dag er á dagskrá klukkan 15:00 en þar fyrir utan verður boðið upp á fjölbreytt efni með gömlum fótbolta og körfuboltaleikjum. Henry Birgir mætir með Seinni bylgjuna klukkan 20 þar sem hann fer yfir ferilinn með Guðjóni Val Sigurðssyni.

Stöð 2 Sport 2

Fótboltinn verður fyrirferðamikill á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem gamlir íslenskir fótboltaleikir verða rifjaðir upp. Einnig verður pílukast og gamalt box sýnt svo fátt eitt sé nefnt.

Stöð 2 Sport 3

Íslenskur körfubolti og Meistaradeild Evrópu deila með sér Stöð 2 Sport 3 í dag þar sem úrslitaleikir Liverpool og AC Milan verða meðal annars rifjaðir upp.

Stöð 2 eSport

Á Stöð 2 eSport má í dag sjá útsendingu frá fyrstu landsleikjum Íslands í eFótbolta. Einnig er sýnt frá einvígum úr Vodafone-deildinni 2020 í Counter-Strike: Global Offensive.

Stöð 2 Golf

Útsending frá þriðja degi á US Open 2019 og árið 2015 gert upp á PGA mótaröðinni er að sjá á Stöð 2 Golf í dag.

Finna má alla dagskrá dagsins á vef Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×