Innlent

Forsetinn fékk gamalt Andrésblað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðni með blaðið góða.
Guðni með blaðið góða. Mynd/Forseti Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í morgun góða gjöf þegar Dani nokkur sendi honum Andrésar Andarblað frá árinu 1968.

Blaðið er dagsett 25. júní það ár, degi fyrir fæðingardag Guðna. Líklegt má telja að tilefnið sé það í ræðu Guðna í boði Margrétar Danadrottningar á dögunum minntist Guðni á að hann hefði lesið slík blöð í æskum, en að slíkt væri liðin tíð hér á landi.

„Gaman að þessari gjafmildi og hlýhug,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Ánægja með Guðna í hæstu hæðum

Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri.

Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg

Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×