Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mikið samfélagslegt tjón verður þegar fólk fær skemmd lyf og enginn veit af því, segir Erlingur Brynjúlfsson, tæknistjóri Controlant. Vísir Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira