„Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 23:36 Helga Vala Helgadóttir. Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það séu einhver atriði í þessu frumvarpi sem séu til bóta en því miður þá falla þau atriði algjörlega í skuggann af þeim skaða sem frumvarpið inniber,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar tekist var á um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. Helga Vala benti á að Áslaug væri þriðji dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem legði fram frumvarp í málaflokknum, en bæði Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefðu gert slíkt hið sama. „Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar að bæta enn í óskapnaðinn.“ Þá gagnrýndi Helga Vala ríkisstjórnina fyrir að setja málið á dagskrá nú þegar stjórnvöld væru að glíma við kórónuveirufaraldurinn. Hún beindi spjótum sínum sérstaklega að Vinstri grænum, sem hefðu afgreitt málið úr þingflokknum með fyrirvara. „Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að það megi fjalla um þetta mál hér, sem að augljóslega er að fara að skerða mjög réttindi fólks sem hingað kemur í leit að vernd.“ Hún sagði dómsmálaráðherra ítrekað hafa sagt að endursendingar til Grikklands ættu sér ekki stað og sakaði hana um að stunda blekkingar, bæði í þingsal og í fjölmiðlum. Það væri óheiðarlegt af henni að halda því fram að fólk væri ekki sent til Grikklands þegar bæði börn og fullorðnir væru send þangað ef þau hefðu fengið vernd þar í landi. „Ég vona að einhver í ráðuneyti hæstvirts dómsmálaráðherra fari nú í eitt skipti fyrir öll og kenni henni að það er óheiðarlegt að halda fram að endursendingar fólks eigi sér ekki stað til Grikklands, af því þetta er ósatt. Þetta er óheiðarlegt og með orðum sínum er hæstvirtur ráðherra að stunda blekkingar,“ sagði Helga Vala. „Þetta vita allir sem hafa starfað í þessum geira. Það að halda því fram að endursendingar til Grikklands eigi sér ekki stað er þannig ósatt.“ Frumvarpið gerði það að verkum að fólk sem hefði fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi væri svipt öllum réttindum hér á landi. Það væri að koma í veg fyrir það að sjálfstæð skoðun yrði framkvæmd á þeim hópi. Þá væri dómsmálaráðherra kunnugt um ástandið þar í landi. „Nú skulum við hafa það alveg á hreinu að fólk leikur sér ekki með það að koma alla leið hingað til Íslands, hafandi fengið vernd í öruggu ríki,“ bætti hún við og sagði að það væri engin vernd fólgin í því að fá stöðu flóttamanns í Grikklandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Segir alrangt að ekki sé áhugi fyrir því að gera vel Áslaug Arna sagði fullyrðingar Helgu Völu um að fólk væri sent aftur án umhugsunar rangar. Fólk fengi áfram einstaklingsbundna skoðun, viðtöl yrðu tekin og þeim væri heimilt að leggja fram gögn og fá að tjá sig um málsmeðferðina. „Mér finnst nú ansi ómálefnalegt að háttvirtur þingmaður segi hér að ég þurfi nú að fara í ráðuneytið mitt til að læra hvernig útlendingalöggjöfin er og saki mig um það að ljúga til um það hvernig kerfið okkar er,“ sagði Áslaug. „Ég hef ávallt verið að tala um Dyflinnarmál, svara spurningum um Dyflinnarmál eða ítreka umræðu um hvert við erum að senda til baka þegar ég ræði það að við sendum ekki til baka til Grikklands og Ungverjalands frá árinu 2010 á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Það hef ég verið skýr með.“ Þá sagði Áslaug umsóknir hér á landi vera mun fleiri í samanburði við Norðurlöndin. Hér hefði 531 einstaklingi verið veitt vernd á síðasta ári og því væri ljóst að áhugi væri fyrir því að gera vel í málaflokknum. „Það er því erfitt fyrir háttvirtan þingmann að reyna að halda því fram og klína því hér á hæstvirtan dómsmálaráðherra að það sé enginn áhugi fyrir að gera vel í þessum málaflokki. Það er einmitt það sem er áhugi fyrir að gera,“ sagði Áslaug. „Ég ítreka það, eins og ég hef margoft sagt áður, að við sendum ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, þá sem hafa óskað eftir vernd þar og ekki fengið hana. Það höfum við ekki gert og til sérstakrar skoðunar er síðan staða barna og réttindi barna sem eru fylgdarlaus.“ Leikur sér enginn að því að leggja líf sitt undir Helga Vala svaraði Áslaugu og ítrekaði að henni þætti ómálefnalegt að láta það líta svo út að endursendingar til Grikklands ættu sér ekki stað. Það væri alveg ljóst að fólk væri sent þangað, hefði það fengið vernd þar. „Þetta er blekking. Við erum að senda börn og fullorðna til Grikklands sem hafa fengið þar svokallaða vernd. Hæstvirtum dómsmálaráðherra er fullkunnugt um ástandið þar.“ Þá gaf hún lítið fyrir ummæli Áslaugar um að umræðan væri ómálefnaleg. „Það má vel vera að hæstvirtum dómsmálaráðherra þyki þetta ómálefnaleg umræða, þá verður það bara svo að vera. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, hæstvirtur ráðherra. Þetta er fólk sem kemur hingað og leggur allt sitt líf undir – og það leikur sér enginn að því.“ Rauði krossinn segir frumvarpið afturför Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði í skoðanagrein á Vísi að frumvarpið fæli í sér ýmsar breytingar sem væru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hins vegar myndu aðrar breytingar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Hún segir frumvarpið gera það að verkum að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sé ekki lengur heimilt að meta hvort umsækjendur, sem hefðu hlotið alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum, hefðu sérstök tengsl við Ísland sem gerðu það að verkum að þeir ættu að fá alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæltu með því. „Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk.“ Rauði krossinn hefur því miklar áhyggjur af þeim neikvæðu breytingum sem frumvarpið hafi í för með sér. Það að fólk sem hafi fengið viðurkenningu á stöðu sinni verði sent til baka án þess að hægt verði að meta stöðu þeirra feli í sér réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga. „Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum.“ Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00 Ræddu útlendingamál fram yfir miðnætti Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um hið umdeilda frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra 7. maí 2020 08:13 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
„Það kann að vera að það séu einhver atriði í þessu frumvarpi sem séu til bóta en því miður þá falla þau atriði algjörlega í skuggann af þeim skaða sem frumvarpið inniber,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar tekist var á um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. Helga Vala benti á að Áslaug væri þriðji dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem legði fram frumvarp í málaflokknum, en bæði Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefðu gert slíkt hið sama. „Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar að bæta enn í óskapnaðinn.“ Þá gagnrýndi Helga Vala ríkisstjórnina fyrir að setja málið á dagskrá nú þegar stjórnvöld væru að glíma við kórónuveirufaraldurinn. Hún beindi spjótum sínum sérstaklega að Vinstri grænum, sem hefðu afgreitt málið úr þingflokknum með fyrirvara. „Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að það megi fjalla um þetta mál hér, sem að augljóslega er að fara að skerða mjög réttindi fólks sem hingað kemur í leit að vernd.“ Hún sagði dómsmálaráðherra ítrekað hafa sagt að endursendingar til Grikklands ættu sér ekki stað og sakaði hana um að stunda blekkingar, bæði í þingsal og í fjölmiðlum. Það væri óheiðarlegt af henni að halda því fram að fólk væri ekki sent til Grikklands þegar bæði börn og fullorðnir væru send þangað ef þau hefðu fengið vernd þar í landi. „Ég vona að einhver í ráðuneyti hæstvirts dómsmálaráðherra fari nú í eitt skipti fyrir öll og kenni henni að það er óheiðarlegt að halda fram að endursendingar fólks eigi sér ekki stað til Grikklands, af því þetta er ósatt. Þetta er óheiðarlegt og með orðum sínum er hæstvirtur ráðherra að stunda blekkingar,“ sagði Helga Vala. „Þetta vita allir sem hafa starfað í þessum geira. Það að halda því fram að endursendingar til Grikklands eigi sér ekki stað er þannig ósatt.“ Frumvarpið gerði það að verkum að fólk sem hefði fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi væri svipt öllum réttindum hér á landi. Það væri að koma í veg fyrir það að sjálfstæð skoðun yrði framkvæmd á þeim hópi. Þá væri dómsmálaráðherra kunnugt um ástandið þar í landi. „Nú skulum við hafa það alveg á hreinu að fólk leikur sér ekki með það að koma alla leið hingað til Íslands, hafandi fengið vernd í öruggu ríki,“ bætti hún við og sagði að það væri engin vernd fólgin í því að fá stöðu flóttamanns í Grikklandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Segir alrangt að ekki sé áhugi fyrir því að gera vel Áslaug Arna sagði fullyrðingar Helgu Völu um að fólk væri sent aftur án umhugsunar rangar. Fólk fengi áfram einstaklingsbundna skoðun, viðtöl yrðu tekin og þeim væri heimilt að leggja fram gögn og fá að tjá sig um málsmeðferðina. „Mér finnst nú ansi ómálefnalegt að háttvirtur þingmaður segi hér að ég þurfi nú að fara í ráðuneytið mitt til að læra hvernig útlendingalöggjöfin er og saki mig um það að ljúga til um það hvernig kerfið okkar er,“ sagði Áslaug. „Ég hef ávallt verið að tala um Dyflinnarmál, svara spurningum um Dyflinnarmál eða ítreka umræðu um hvert við erum að senda til baka þegar ég ræði það að við sendum ekki til baka til Grikklands og Ungverjalands frá árinu 2010 á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Það hef ég verið skýr með.“ Þá sagði Áslaug umsóknir hér á landi vera mun fleiri í samanburði við Norðurlöndin. Hér hefði 531 einstaklingi verið veitt vernd á síðasta ári og því væri ljóst að áhugi væri fyrir því að gera vel í málaflokknum. „Það er því erfitt fyrir háttvirtan þingmann að reyna að halda því fram og klína því hér á hæstvirtan dómsmálaráðherra að það sé enginn áhugi fyrir að gera vel í þessum málaflokki. Það er einmitt það sem er áhugi fyrir að gera,“ sagði Áslaug. „Ég ítreka það, eins og ég hef margoft sagt áður, að við sendum ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, þá sem hafa óskað eftir vernd þar og ekki fengið hana. Það höfum við ekki gert og til sérstakrar skoðunar er síðan staða barna og réttindi barna sem eru fylgdarlaus.“ Leikur sér enginn að því að leggja líf sitt undir Helga Vala svaraði Áslaugu og ítrekaði að henni þætti ómálefnalegt að láta það líta svo út að endursendingar til Grikklands ættu sér ekki stað. Það væri alveg ljóst að fólk væri sent þangað, hefði það fengið vernd þar. „Þetta er blekking. Við erum að senda börn og fullorðna til Grikklands sem hafa fengið þar svokallaða vernd. Hæstvirtum dómsmálaráðherra er fullkunnugt um ástandið þar.“ Þá gaf hún lítið fyrir ummæli Áslaugar um að umræðan væri ómálefnaleg. „Það má vel vera að hæstvirtum dómsmálaráðherra þyki þetta ómálefnaleg umræða, þá verður það bara svo að vera. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, hæstvirtur ráðherra. Þetta er fólk sem kemur hingað og leggur allt sitt líf undir – og það leikur sér enginn að því.“ Rauði krossinn segir frumvarpið afturför Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði í skoðanagrein á Vísi að frumvarpið fæli í sér ýmsar breytingar sem væru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hins vegar myndu aðrar breytingar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Hún segir frumvarpið gera það að verkum að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sé ekki lengur heimilt að meta hvort umsækjendur, sem hefðu hlotið alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum, hefðu sérstök tengsl við Ísland sem gerðu það að verkum að þeir ættu að fá alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæltu með því. „Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk.“ Rauði krossinn hefur því miklar áhyggjur af þeim neikvæðu breytingum sem frumvarpið hafi í för með sér. Það að fólk sem hafi fengið viðurkenningu á stöðu sinni verði sent til baka án þess að hægt verði að meta stöðu þeirra feli í sér réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga. „Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum.“
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00 Ræddu útlendingamál fram yfir miðnætti Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um hið umdeilda frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra 7. maí 2020 08:13 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00
Ræddu útlendingamál fram yfir miðnætti Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um hið umdeilda frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra 7. maí 2020 08:13