Spreyjuðu hundrað tonnum af sótthreinsiefni yfir borgina að næturlagi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 20:30 Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36
Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15